Mættir voru Gunnar K. Gunnarsson, Vala Valtýsdóttir og Einar Sveinsson. Eftirtalin mál lágu fyrir fundinum og voru afgreidd:

1. Aganefnd hefur borist erindi frá framkvæmdastjóra HSÍ vegna atviks er átti sér stað í leik Selfoss gegn ÍR í bikarkeppni M.fl.ka 10.02.2014. Kom þar við sögu stjórnarmaður í ÍR sem var áhorfandi að leiknum.. Ekki er við heimaliðið Selfoss að sakast því ekki fæst annað séð en viðbrögð þeirra hafi verið rétt en viðkomandi einstakling var vikið úr húsi eftir atvikið. Niðurstaða aganefndar er að handknattleiksdeild ÍR er úrskurðuð í sekt að upphæð kr. 25.000.

Hér vék Einar Sveinsson af fundi vegna fyrri aðkomu hans að máli nr.2.

2. Díana Guðjónsdóttir starfsmaður HK fékk útilokun vegna óíþróttamannslegra framkomu gagnvart dómurum eftir að leik HK og ÍBV í M.fl.kv. 15.02.2014 lauk. Niðurstaða agnefndar er að starfsmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann.

Önnnur mál lágu ekki fyrir

Gunnar K. Gunnarsson, formaður