FH varð í dag Coca Cola bikarmeistarar 4.flokks karla yngri þegar liðið bar sigurorð af Haukum 18-13 í úrslitaleik í Laugardalshöll.

Staðan í hálfleik var 8-7 Haukum í vil.

Maður leiksins var valinn Óliver Ægisson markvörður FH en hann átti stórleik og varði 18 bolta.