Í kvöld fara fram undanúrslitaleikir Coca Cola bikars kvenna.

Klukkan 17.15 hefst fyrri leikur kvöldsins en í honum mætast Stjarnan og Grótta. Leikurinn verður sýndur beint í heild sinni á RÚV.

Klukkan 20.00 hefst svo síðari leikur kvöldsins en þar mætast Haukar og Valur. Sá leikur verður sýndur beint í heild sinni á RÚV Íþróttir en síðari hálfleikur verður í beinni á RÚV.