Framstúlkur urðu í dag Coca Cola bikarmeistarar 4.flokks kvenna eldra árs eftir öruggan sigur á KA/Þór 21-13 í úrslitaleik í Laugardalshöll.

Staðan í hálfleik var 12-4 Fram í vil.

Maður leiksins var valin Mariam Eradze leikmaður Fram en hún átti frábæran leik og skoraði 6 mörk.