U-20 ára landslið karla er að fara að keppa í forkeppni EM. Liðið keppir í Skopje í Makedóníu við Makedóníu, Grikkland og Ítalíu og mun efsta liðið í riðlinum komast í lokakeppni EM sem fram fer í Austurríki í lok júlí í sumar.

Þjálfarar liðsins eru Gunnar Magnússon og Reynir Þór Reynisson.

4.apríl Ísland-Grikkland kl.14.00

5.apríl Ísland-Ítalía kl.14.00

6.apríl Ísland-Makedónía kl.17.00