U-20 ára lið Íslands tapaði fyrir Makedóníu 15-21 í forkeppni EM í Makedóníu og því er draumurinn um að komast í lokakeppni EM búinn. Leikurinn var jafn í byrjun upp í stöðuna 7-7, þá klikkuðu Íslendingar á vítakasti og tveimur hraðaupphlaupum og Makedóníumenn nýttu sér það og voru yfir í hálfleik 8-11. Ísland byrjaði seinni hálfleikinn illa og náðu aðeins að skora 2 mörk á fyrstu 18 mínútunum og Makedónía náði að sigra 15-21.

Draumur íslenska liðsins um að komast í lokakeppni EM er því miður búinn og niðurstaðan vonbrigði. Liðið var ekki að spila nægilega vel heilt yfir í leikjunum þremur og ýmsir leikmenn voru aðeins skugginn af sjálfum sér.