U-16 ára landslið Íslands tapaði fyrir Ungverjum 24-28 á æfingamóti í Póllandi í dag, staðan í hálfleik var 15-18. Þetta var þriðji og síðasti leikurinn og tapaði íslenska liðið þeim öllum með litlum mun. Þetta eru fyrstu landsleikirnir hjá þessum efnilegu strákum sem koma reynslunni ríkari heim. Á morgun mun liðið fara til Berlínar þar sem það mun spila tvo leiki á móti unglingaliði Fusche Berlin.

Markaskorarar:

Markús Björnsson    5

Friðrik Hólm    4

Jóhann Kaldal Jóhannsson    4

Sveinn Jóhannsson 3

Logi Snædal Jónsson     2

Arnar Freyr Guðmundsson     2

Gísli Þorgeir Kristjánsson    2

Darri Gylfason     2