Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari A landsliðs kvenna hefur þurft að gera tvær breytingar á landsliðshóp Íslands fyrir leikina gegn Frakklandi nú í mars.

Hanna G. Stefánsdóttir og Florentina Stanciu leikmenn Stjörnunnar hafa þurft að draga sig úr landsliðshóp Íslands vegna meiðsla. Ágúst hefur því valið þær Marthe Sördal úr Fram og Dröfn Haraldsdóttir úr ÍBV í þeirra stað.