U-20 ára lið Íslands vann í dag Ítali 31-21 í undankeppni EM í Makedóníu. Ítalir höfðu undirtokin til að byrja með og voru yfir 8-11 en góður kafli undir lok fyrri hálfleiks sneri leiknum Íslandi í vil. Staðan í hálfleik var 14-12 fyrir Ísland. Strákarnir okkar byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti og náðu 10 marka forystu sem þeir héldu til leiksloka.

Með þessu sigri eiga Íslendingar enn möguleika á að komast í lokakeppni Em sem fram mun fara í Austurríki í júlí. Til þess að svo geti orðið, þá þarf Makedónía að vinna Grikki á eftir og svo þarf Ísland að vinna Makedóníu á morgun í lokaleik riðilssins.

 

Markaskorarar Íslands:

 

Birkir Benediktsson    6

Alexander Örn Júlíusson    4

Árni Bragi Eyjólfsson    4

Gunnar Malmquist    4

Adam Baumruk    3

Kristinn Bjarkason     3

Óskar Ólafsson    2

Arnar Freyr Arnarsson    1

Böðvar Páll Ásgeirsson    1