Franska landsliðið í handknattleik lagði það íslenska, 27:21, í fyrri leik þjóðanna í öðrum riðli undankeppni Evrópumeistaramótsins í handknattleik í Laugardalshöll í kvöld. Frakkar voru með yfirhöndina allan leikinn og höfðu fjögurra marka forskot í hálfleik, 15:11.

Íslenska liðið sýndi góða baráttu í síðari hálfleik sérstaklega og náði að minnka muninn í þrjú mörk og átti möguleika oftar en einu sinni á að koma muninum niður í tvö mörk. Það tókst ekki. Til þess voru tæknimistök of mörg. Þó voru góðir leikkaflar hjá íslenska liðinu.

Þjóðirnar mætast á ný í Frakklandi á laugardag.

Tekið af mbl.is.