Ein breyting hefur orðið á landsliðshóp Íslands fyrir leikina gegn Portúgal og HM í Egyptalandi. Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði, hefur þurft að draga sig út úr hópnum vegna meiðsla á hné. Eftir læknisskoðun hjá læknum landsliðsins er það ljóst að Aron verður ekki leikfær nú í janúar. Ekki hefur verið kallað á annan leikmann að svo…
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari hefur valið leikmanna hóp A landsliðs karla vegna tveggja leikja í undankeppni EM 2022 og fyrir HM 2021. Eftirfarandi leikmenn eru í hópnum: Nafn: Félag: Leikir: Mörk: Alexander Petersson Die Rhein-Necker Löwen 181 71 Arnar Freyr Arnarsson MT Melsungen 52 69 Arnór Þór Gunnarsson Die Bergische HC 114 332 Aron Pálmarsson FC…
HSÍ barst í dag staðfesting á því að EHF hefði samþykkt undanþágu vegna Ásvalla sem keppnishús fyrir landsleiki Íslands á meðan Laugardalshöllin er lokuð vegna viðgerða. A landslið kvenna hefur spilað sína síðustu þrjá heimaleiki á Ásvöllum og mun A landslið karla færa sína leiki þangað og má búast við því að hið minnsta heimaleikir…
EHF gaf í dag út nýja dagsetningu fyri leik Íslands og Ísrael sem upphaflega átti að fara fram sunnudaginn 8. nóvember. Leikurinn mun fara fram helgina 13. – 14. mars í Reykjavík. Það er gleðiefni að fá landsleik með vorinu, með hækkandi sól verður vonandi hægt að hafa áhorfendur á kappleikjum og styðja strákana okkar…
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari hefur valið þá 35 leikmenn sem koma til greina á HM í janúar. Reikna má með að 22-24 leikmenn verði í æfingahóp sem kemur saman í janúar en að lokum verða það 20 leikmenn sem fara til Egyptalands. 35 manna hóp Guðmundar má sjá hér: Alexander Petersson Die Rhein-Necker Löwen 181 719…
Strákarnir okkar léku í kvöld sinn fyrsta leik í undankeppni EM 2022 gegn Litháen, leikurinn fór fram í Laugardalshöll án áhorfenda. Það var ljóst frá fyrstu mínútu að þeir ætluðu sér sigur enda sáu Litháar vart til sólar í leiknum. Vörnin var sterkt í fyrri hálfleik, Hákon Daði Styrmisson naut góðs af því og raðaði…
Strákarnir okkar leika sinn fyrsta leik í undankeppni EM 2022 í kvöld í Laugardalshöll gegn Litháen. Strákarnir okkar hafa ekki komið saman síðan á EM í janúar og er mikil eftirvænting í hópnum fyrir leiknum. Leikskrá leiksins má finna á eftirfarandi slóð: https://www.hsi.is/…/2020/11/hsi-leikskra_finale.pdf Leikurinn hefst kl. 19:45 og verður hann í beinni útsendingu á RÚV…
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari hefur valið þá sextán leikmenn sem spila í kvöld gegn Litháen. Óskar Ólafsson leikmaður Drammen í Noregi hvílir að þessu sinni. Hópur Íslands er því þannig skipaður: Markverðir: Björgvin Páll Gústavsson Haukar 229/13 Viktor Gísli Hallgrímsson GOG Håndbold 17/0 Vinstra horn: Orri Freyr Þorkelsson Haukar 0/0 Hákon Daði Styrmisson ÍBV 5/15 Vinstri…
Sigvaldi Guðjónsson hefur dregið sig út landsliðshópnum fyrir leikinn gegn Litháum, Sigvaldi er kominn í sóttkví eftir að smit greindist hjá liði hans, Vive Kielce í Póllandi. Í stað Sigvalda kemur Arnór Þór Gunnarsson (Bergischer HV) aftur til liðs við hópinn. Arnór kemur til landsins á þriðjudag og verður klár í slaginn gegn Litháum daginn…
Guðmundur Guðmundsson hefur kallað Orra Frey Þorkelsson (Haukar) inn í landsliðshópinn í stað Bjarka Má Elíssonar (Lemgo), sem er forfallaður, fyrir leik strákanna okkar gegn Litáen. Leikurinn gegn Litáen fer fram miðvikudaginn 4. nóvember í Laugardalshöll, áhorfendur verða ekki leyfðir en RÚV verður með beina útsendingu frá leiknum.
Þar sem Kristján Örn Kristjánsson á í hættu að lenda í sóttkví eftir tveir leikmenn AIX Pauc greindust með Covid-19 hefur verið ákveðið að kalla Óðinn Þór Ríkharðsson (TTH Holstebro) inn í leikmannahóp íslenska liðsins í hans stað fyrir leikinn gegn Litháum á miðvikudaginn. Leikurinn gegn Litháen fer fram miðvikudaginn 4. nóvember í Laugardalshöll, áhorfendur…
Oddur Grétarsson á ekki heimangengt af persónulegum ástæðum að þessu sinni og hefur Guðmundur Guðmundsson kallað Hákon Daða Styrmisson leikmann ÍBV inn í hópinn.Íslenski hópurinn kemur saman í Reykjavík næstu helgi og æfir liðið á mánudag og þriðjudag. Leikurinn gegn Litháen fer fram miðvikudaginn 4. nóvember í Laugardalshöll, áhorfendur verða ekki leyfðir en RÚV verður…
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari hefur gert tvær breytingar á leikmannahópi Íslands sem mætir Litháen í Laugardalshöll 4. nóvember nk. Ólafur Guðmundsson hefur dregið sig úr hópnum vegna meiðsla og Arnór Þór Gunnarsson á ekki heimangengt af persónulegum ástæðum. Í stað þeirra koma í hópinn Magnús Óli Magnússon (Valur) og Kristján Örn Kristjánsson (AIX Pauc). Íslenski hópurinn…
EHF hefur tekið ákvörðun um að fresta leik Íslands og Ísrael í undankeppni Evrópukeppninnar 2022 að beiðni ísraelska handknattleikssambandsins, ekki hefur verið fundin ný dagsetning fyrir leikinn. Samkvæmt tölvupósti sem barst í morgun frá EHF er þessi ákvörðun tekin vegna Covid-19 faraldursins, Ísrael eigi erfitt með að koma hingað til lands vegna ferðatakmarkanna og hættu…
Strákarnir okkar leika tvo leiki á heimavelli í undankeppni EM 2020 í byrjun nóvember. HSÍ sendi beiðni um undanþágu frá reglugerð Heilbrigðisráðherra og hefur ráðaneytið nú staðfest beiðni HSÍ þannig að leikirnir geta farið fram. Fyrri leikur strákanna okkar er gegn Litháen 4. nóvember kl. 19:45 og sá síðari þann 7. nóvember kl 16:00 gegn…
Guðmundur Guðmundsson hefur valið 17 leikmenn fyrir leiki A landsliðs karla gegn Litáen og Ísrael í undankeppni EM 2020. Leikirnir fara báðir fram í Laugardalshöll. Til stendur að leika tvo leiki hér heima í þessari landsliðsviku þar sem Ísrael óskaði eftir að víxla heimaleikjum vegna ástandsins þar og varð HSÍ við þeirri ósk. Leikir Íslands…
HSÍ hefur fallist á beiðni Ísraela að skipta á heimaleikjum landanna í undankeppni EM 2021. Ísland átti að fara til Ísrael og leika við landslið þeirra 8. nóvember nk. en vegna stöðu Covid-19 þar í landi og útgöngubanns í Ísrael óskaði handknattleiksamband Ísraela að færa leikinn til Íslands. HSÍ hefur ákveðið að verða við ósk…
HSÍ samið við Rúnar Sigtryggsson um að taka við þjálfun U-16 ára landsliðs karla.
HSÍ samið við Rúnar Sigtryggsson um að taka við þjálfun U-16 ára landsliðs karla.
IHF hefur tilkynnt að dregið verður í riðla fyrir HM 2021 þann 5. september nk. en mótið fer fram í Egyptalandi dagana 13. – 31. janúar 2021.
Í gær var dregið í riðlakeppni undankeppni EM 2022 sem fram í Ungverjalandi og Slóvakíu í janúar 2022.
Í dag verður dregið í riðla undankeppni EM 2020 sem fram fer í Ungverjalandi og Slóvakíu og hefst drátturinn kl. 15:00 að íslenskum tíma.