A landslið karla | Vináttulandsleikjum gegn Litháen aflýst

Handknattleikssamband Litháen hefur hætt við að koma með karlalandslið sitt til Íslands í vináttulandsleiki fyrir EM vegna stöðu Covid-19 faraldursins um alla Evrópu. Upplýsingar þess efnis bárust skrifstofu HSÍ í hádeginu í dag.


Leikirnir tveir gegn Litháen sem voru fyrirhugaðir 7. og 9. janúar nk. voru einu undirbúningsleikir íslenska liðsins fyrir EM en ekki verður möguleiki að fá aðra andstæðinga í staðinn með þetta skömmum fyrirvara. Íslenska liðið mun í staðinn æfa fram að brottför sem verður þriðjudaginn 11. janúar.