A landslið karla | Breyting á landsliðshóp fyrir EM

Guðmundur Þórður Guðmundsson hefur gert eina breytingu á landsliðshópi Íslands sem heldur í næstu viku til Ungverjalands til þátttöku á EM 2022. Sveinn Jóhannsson, línumaður meiddist á æfingu í gær og eru meiðslin þess eðlis að hann þarf að draga sig út úr hópnum.

Daníel Þór Ingason leikmaður Bailingen-Weilstetten í Þýskalandi kemur inn í hópinn í stað Sveins, Daníel hefur leikið 34 landsleiki og skorað í þeim 9 mörk.