Strákarnir okkar hófu leik á HM fyrr í kvöld en fyrstu andstæðingarnir voru Portúgal. Þriðji leikur liðanna á 8 dögum og nú var allt undir í Kaíró.

Íslenska liðið hóf leikinn af miklum krafti og skoraði fyrstu tvö mörkin en jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik. Þegar liðin fengu til búningsklefa var staðan 10-11 Portúgal í hag.

Þá má segja að allt hafi farið í baklás í síðari hálfleik og þá gengu Portúgalir á lagið og náðu mest 5 marka forystu. Strákarnir okkur gáfust þó aldrei upp og sóttu hart að Portugölum á lokamínútunum. Allt kom þó fyrir ekki og að lokum unnu Portúgalir tveggja marka sigur, 23-25.

Markaskorar Íslands: Bjarki Már Elísson 6 , Sigvaldi Björn Guðjónsson 4, Elvar Örn Jónsson 3, Alexander Petersson 2, Gísli Þorgeir Kristjánsson 2, Ómar Ingi Magnússon 2, Ólafur Andrés Guðmundsson 2, Ýmir Örn Gíslason 1 og Arnar Freyr Arnarsson 1.
Ágúst Elí Björgvinsson varði 7 skot og Viktor Gísli Hallgrímsson varði 4 skot.

Íslenska liðið mætir Alsír á laugardaginn kl 19:30, leikurinn verður í beinni útsendingu á RÚV.