Vegna fréttar á Vísir.is þar sem vitnað er í ummæli Tomas Svensson um meiðsli Arons Pálmarssonar vill HSÍ koma eftirfarandi á framfæri.

Aron var sannarlega skoðaður af læknum landsliðsins eins og fram kemur í tilkynningu HSÍ frá 2. janúar sl. og var staðfest að hann sé meiddur á hné og óleikfær.

Ummæli Tomas eru byggð á miskilningi og hefur hann beðist afsökunar.

HSÍ hefur verið í ágætis samskiptum við Barcelona vegna meiðslanna og harma ummælin.