Tomas Svensson hefur óskað eftir því að láta af störfum sínum með A landsliði karla og hefur HSÍ orðið við ósk hans. Tomas hefur starfað með Guðmundi Guðmundssyni frá því að í Guðmundur tók við liðinu í febrúar 2018.

„Það hefur verið mikill heiður fyrir mig að fá að starfa fyrir HSÍ og íslenska landsliðið. Ég á eftir að sakna samstarfsins við Guðmund, strákanna í landsliðinu, starfsfólk landsliðsins og HSÍ“ segir Tomas Svensson.

HSÍ þakkar Tomas fyrir samstarfið og óskar honum velfarnaðar í því sem hann tekur sér fyrir hendur.