Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari hefur valið þá sextán leikmenn sem mæta Sviss í dag í fyrsta leik strákanna okkar í milliriðlinum á HM í Egyptalandi. 19 leikmenn eru skráðir til leiks á HM og eru 16 á leikskýrslu hverju sinni og eru tilkynntir til leiks á leikdegi. Heimilt er að gera 5 breytingar á 20 manna lista Íslands hvenær sem er yfir mótið.

Hópurinn sem leikur gegn Sviss er eftirfarandi:
Ágúst Elí Björgvinsson, KIF Kolding 36/1
Björgvin Páll Gústavsson, Haukar 233/14
Bjarki Már Elísson, Lemgo 76/202
Oddur Gretarsson, Balingen-Weilstetten 22/34
Ólafur Andrés Guðmundsson, IFK Kristianstad 128/246
Magnús Óli Magnússon, Val 9/6
Elvar Örn Jónsson, Skjern 40/108
Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg 29/43
Alexander Petersson, Rhein-Neckar Löwen 188/725
Kristján Örn Kristjánsson, PAUC-Aix, 9/16
Viggó Kristjánsson, Stuttgart 16/35
Arnór Þór Gunnarsson, Bergischer HCC 119/341
Sigvaldi Björn Guðjónsson, Vive Kielce 33/65
Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen 57/72
Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach 10/10
Ýmir Örn Gíslason, Rhein-Neckar Löwen 47/22

Þeir leikmenn sem hvíla eru:
Kári Kristján Kristjánsson, ÍBV 146/178
Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg 51/135
Viktor Gísli Hallgrímsson, GOG 20/1

Leikurinn í dag hefst 14:30 og verður í beinni útsendingu á RÚV.