A landslið karla | Dregið í riðla á EM í dag

Dregið verður í riðla Evrópumótsins í handknattleik í dag kl. 15:00 en mótið fer fram í Ungverjalandi og Slóvakíu í janúar nk. Ísland er í þriðja styrkleikaflokki ásamt Frökkum, Slóvökum, Hvít-Rússum, Tékkum og Norður Makedóníu.

Drátturinn verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV.is og hefst útsendingin kl. 15:00, drættinum verður einnig streymt á Facebook og YouTube síðum EHF.

Styrkleikaflokkana má sjá hér:
1. styrkleikaflokkur:
Noregur, Spánn, Þýskaland, Króatía, Slóvenía og Portúgal
2. styrkleikaflokkur: Svíþjóð, Rússland, Ungverjaland, Danmörk og Austurríki
3. styrkleikaflokkur: Ísland, Frakkland, Slóvakía, Hvít-Rússland, Tékkum og Norður-Makedónía.
4. styrkleikaflokkur: Holland, Svartfjallaland, Úkraína, Pólland, Bosnía og Litháen.

Fjögur lið verða dregin í sex riðla en riðlarnir verða leiknir á fimm á mismunandi stöðum í Ungverjalandi og Slóvakíu.

Fjallað verður um dráttinn á miðlum HSÍ um leið og honum lýkur.

Evrópumótið hefst 13. janúar og verður leikið til 31. janúar nk.