A landslið karla | 10 marka sigur gegn Ísrael

Strákarnir okkar léku í gær sinn síðasta leik í undankeppni EM 2022 gegn Ísrael á Ásvöllum. Landsliðið kom af miklum krafti til leiks og sáu gestirnir frá Ísrael aldrei til sólar í leiknum. Þegar dómararnir blésu til hálfleiks var Ísland með sjö marka forustu, 21 – 14.

Í seinni hálfleik héldu strákarnir okkar uppteknum hætti og endaði leikurinn 39 – 29 en allir leikmenn íslenska liðsins komu við sögu í leiknum í dag. Strákarnir okkar hafna því  í öðru sæti riðilsins með átta stig og sæti á EM 2022 er tryggt. Dregið verður í riðla fyrir EM 2022 á fimmtudaginn í Búdapest.

Leikskrá leiksins frá því gær má sjá hér: https://www.hsi.is/wp-content/uploads/2021/05/hsi-leikskra_isl_israel-002.pdf

Markaskorar Íslands:
Sigvaldi Björn Guðjónsson 7, Sveinn Jóhannsson 5, Viggó Kristjánsson 4, Elvar Örn Jónsson 4, Ómar Ingi Magnússon 4, Ólafur Guðmundsson 4, Aron Pálmarsson 3, Oddur Gretarsson 3, Teitur Örn Einarsson 3 og Bjarki Már Elísson 2.

Viktor Gísli Hallgrímsson varði 8 skot og Ágúst Elí Björgvinsson varði 3 skot.