A landslið karla | Breytingar á hóp

Guðmundur Guðmundsson hefur kallað inn Tandra Má Konráðsson leikmann Stjörnunnar í A landslið karla eftir að ljóst var að Arnór Þór Gunnarson og Elvar Ásgeirsson þurftu að draga sig úr hópnum.

Strákarnir okkar spila þrjá leiki í undankeppni EM 2022 á næstu dögum og er leikjaplan Íslands hér fyrir neðan:
Þri. 27.apr. kl. 17:30 Ísrael – Ísland
Fim. 29.apr. kl. 16:00 Litháen – Ísland
Sun. 2. maí kl. 16:00 Ísland – Ísrael

Ísland er eftir þrjá leiki í 2. sæti riðilsins en stendur þó betur en Portúgal sem er í 1. sæti riðilsins vegna betri innbyrðis stöðu milli liðanna. Tvö efstu liðin fara beint á EM í Ungverjalandi og Slóvakíu sem fram fer í janúar á næsta ári.