A landslið karla | Endurheimt og æfing

Strákarnir okkar nýttu daginn í dag í endurheimt eftir erfiðan leik í gær gegn Portúgal og eru sjúkraþjálfarar landsliðsins þar í lykilhlutverki. Liðið fundaði saman og fór yfir komandi verkefni ásamt því að landsliðið æfði í æfingahöllinni í dag.

Á morgun mæta þeir Hollandi sem sigraði sterkt lið Ungverja í fyrsta leik, leikurinn hefst kl. 19:30 og verður hann í beinni útsendingu á RÚV.