A landslið karla | Sigur í fyrsta leik á EM

Strákarnir okkar léku í kvöld sinn fyrsta leik á EM 2022 þegar þeir mættu Portúgal í í Búdapest.

Leikur kvöldsins fór rólega af stað og eftir um sex mínútna leik var staðan 1 – 1 og jafnt var á með liðunum þar til á landsliðið okkar náði að rífa sig frá Portúgölum og komast í 10 – 7. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks skoraði Elvar Örn Jónsson og kom Íslandi í 14 – 10 og þannig var staðan þegar liðin gengu til búningsklefa.

Íslenska liðið gaf ekkert eftir í síðari hálfleik og það var aldrei í kortunum að hleypa Portúgal inn í leikinn. Sterk vörn liðsins hélt út leikinn og áttu Portúgalar fá svör sóknarlega. Leikurinn endaði með sannfærandi sigri Íslands 28 – 24.

Markaskorarar Íslands:
Sigvaldi Björn Guðjónsson 5, Bjarki Már Elísson 4, Gísli Þorgeir Kristjánsson 4, Aron Pálmarsson 4, Ómar Ingi Magnússon 3, Ýmir Örn Gíslason 2, Viggó Kristjánsson 2, Elvar Örn Jónsson 2 og Ólafur Guðmundsson 2 mörk.

Björgvin Páll Gústavsson og Viktor Gísli Hallgrímsson vörðu 4 skot hvor.

Ísland mætir Hollandi á sunnudaginn og hefst leikurinn kl. 19:30.

Sigvaldi Björn Guðjónsson var valinn maður leiksins af mótshöldurum.

Mynd frá www.handbolti.is
Ljósmyndari Hafliði Breiðfjörð