Annar leikur Íslands á HM í Egyptalandi fór fram í kvöld, andstæðingur okkar að þessu sinni var Alsír en þeir unnu Marokkó með minnsta mun í fyrstu umferð riðlakeppninnar. Það mátti sjá á öllu í undirbúningi íslenska liðsins að þeir ætluð sér að gera betur en á fimmtudaginn, enda kom það á daginn.

Leikurinn byrjaði heldur rólega en u.þ.b. 10 mínútna leik höfðu strákarnir okkar tekið öll völd á vellinu og litu í raun aldrei tilbaka. Varnarleikurinn var sterkur og þeir Bjarki Már Elísson og Gísli Þorgeir Kristjánsson fóru fyrir sóknarleiknum. Fram undir hálfleik hélt munurinn á liðunum áfram að aukast og þegar liðin gengu til búningsklefa var staðan 22-10 fyrir Ísland.

Strákarnir okkar gáfu engin tækifæri á sér í síðari hálfleik og bættu frekar í. Fleiri fengu að spreyta sig en það var fyrst og fremst liðsheildin sem skilaði góðum sigri, 39-24 og fyrsti sigur Íslands á HM kominn í hús.
Markaskorarar Íslands:Bjarki Már Elísson 12, Ólafur Andrés Guðmundsson 6, Alexander Petersson 4 , Gísli Þorgeir Kristjánsson 3, Viggó Kristjánsson 3, Oddur Grétarsson 3, Elliði Snær Viðarsson 2, Arnór Þór Gunnarsson 2, Sigvaldi Björn Guðjónsson 2, Björgvin Páll Gústavsson 1 og Arnar Freyr Arnarsson 1. Björgvin Páll Gústavsson varði 12 skot í leiknum.

Bjarki Már Elísson var valinn maður leiksins af mótshöldurum.

Næsti leikur íslenska liðsins er á mánudaginn kl. 19.30 gegn Marokkó, að sjálfsögðu í beinni útsendingu á RÚV.