A karla | Ísland í F-riðli á EM 2026 EHF tilkynnti í morgun að fari Ísland á EM 2026 sem haldið verður í Danmörku, Svíþjóð og Noregi munu strákarnir okkar leika í F-riðli sem leikinn verður í Kristianstad í Svíþjóð. Stuðningsmenn Íslands þekkja sig vel í Kristianstad en Ísland lék þar á HM 2023. Miðasala…
Allur pakkinn á EM og HM í handbolta með Icelandair Nú er ljóst að íslensku handboltalandsliðin okkar eiga spennandi tíma fram undan. Stelpurnar okkar spila á EM í Innsbruck í desember og strákarnir fara á HM í Zagreb í janúar. Icelandair einfaldar ferðalagið fyrir stuðningsfólk og hefur sett í sölu fjölbreyttar pakkaferðir á báða þessa…
Miðasala á HM í handbolta Miðasala á leiki Íslands í riðlakeppninni á HM í handbolta karla er hafin hjá mótshöldurum og fer fram á slóðinni https://www.ulaznice.hr/web/inspiredbyhandball Íslandi hefur verið úthlutað svæðum í keppnishöllinni sem eru í hólfum 118,119 og 120. Öll miðasala fer fram í gegnum mótshaldara.
A karla | Strákarnir okkar spila í Zagreb í janúar Fyrr í kvöld var dregið í riðla fyrir HM 2025 sem haldið verður í Danmörku, Króatíu og Noregi. Ísland sem var í 2. styrkleikaflokki drógst í G-riðil en þar fengu strákarnir okkar Slóveníu úr flokk 1, Kúbu úr flokki 3 og svo Grænhöfðaeyjar úr flokki…
A karla | Dregið í riðla fyrir HM 2025 í dag Strákarnir okkar tryggðu sér nýverið sæti á HM 2025 með því að leggja Eistlandi að velli heima og að heiman. HM 2025 fer fram í janúar í Danmörku, Noregi og Króatíu en dregið verður í riðla í dag kl. 17:30 Ísland er í 2….
A karla | Dregið í riðla fyrir HM 2025 29. maí nk. Strákarnir okkar tryggðu sér nýverið sæti á HM 2025 með því að leggja Eistlandi að velli heima og að heiman. HM 2025 fer fram í janúar í Danmörku, Noregi og Króatíu en dregið verður í riðla 29. maí nk. Ísland er í 2….
A karla | Sæti á HM 2025 tryggt Strákarnir okkar hafa tryggt sér sæti á HM 2025 eftir sigur Íslands í dag á Eislandi í Tallinn. Samtals vann Íslands umspilið gegn Eistlandi 87 – 49 en leikurinn í dag endaði 37 – 24. Dregið verður í riðla fyrir HM 2025 28. maí nk. en mótið…
A karla | Leikdagur í Tallinn Strákarnir okkar leika síðari umspilsleik sinn um laust sæti á HM 2025 gegn Eistum í dag í Tallinn. Ísland sigraði fyrir leikinn sem leikinn var í í Laugardalshöll á miðvikudaginn 50 – 25 en sameiginleg úrslit þessa tveggja leikja skera úr um hvort liðið færi á sæti á HM…
A karla | Strákarnir komnir til Tallinn Strákarnir okkar héldu af landi brott í morgun er landsliðið flaug með Icelandair til Finnlands og þaðan áfram til Tallinn í Eistlandi. Leikmannahópurinn sem fót út í morgun er óbreyttur frá því í leiknum á miðvikudaginn. Eftir að landsliðið hafði komið sér fyrir á hótelinu og fengið létta…
A karla | Stórsigur gegn Eistum! Strákarnir okkar unnu Eistland sannfærandi 50-25 fyrir framan fulla Laugardalshöll í fyrri umspilsleiknum um laust sæti á HM 2025!
A karla | Uppselt á Ísland – Eistland Rétt í þessu kláruðust síðustu miðarnir á leik Íslands og Eistlands í umspili um laust sæti á HM 2025. Leikurinn í kvöld verður í beinni útsendingu á RÚV kl. 19:30. Fyrir þá stuðninsgmenn Íslands sem fengu miða þá ætlar Boozt einn af aðalbakhjörlum HSÍ ætlar að blása…
A karla | Ísland – Eistland í kvöld kl. 19:30 Strákarnir okkar mæta liði Eistlands í Laugardalshöll i kvöld kl. 19:30 í umspili um laust sæti á HM 2025. Leikurinn verður í beinni útsendingu á RÚV. Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari hefur valið leikmannahóp Íslands fyrir leikinn í kvöld og er hann eftirfarandi: Markverðir:Ágúst Elí Björgvinsson,…
A karla | Upphitun stuðningsmanna í boði Boozt Boozt einn af aðalbakhjörlum HSÍ ætlar að blása til upphitunar í andyri Laugardalshallar frá kl. 18:00 í dag. Andlitsmálun, lukkuhjól, hraðamælingar, popp fyrir alla og margt fleira í boði. Leikurinn hefst kl. 19:30 og því tilvalið að mæta snemma og hita upp fyrir leikinn saman í boði…
A karla | Strákarnir hefja undirbúning Strákarnir okkar komu saman í dag fyrir umspilsleik Íslands gegn Eistlandi á miðvikudaginn.Fjölmiðlar fengu landsliðsþjálfarann og leikmenn í viðtöl fyrir æfingu og þessa stundina æfir liðið saman í Safamýri. Aron Pálmarsson er meiddur og verður ekki með landsliðinu í leikjunum tveimur. Haukur Þrastarsson og Elvar Örn Jónsson æfðu ekki…
A karla | 18 manna æfingahópur gegn Eistlandi Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari tilkynnti á blaðamannafundi rétt í þessu hvaða 18 leikmenn hann kallar til æfingar fyrir umspilsleiki Íslands um laust sæti á HM 2025 gegn Eistlandi. Strákarnir okkar leika gegn Eistlandi í Laugardalshöll, miðvikudaginn 8. maí og hefst leikurinn kl. 19:30. Boozt ætlar að bjóða…
HSI | HM 2031 haldið á Íslandi, Noregi og Danmörku Í fyrsta skipti síðan 1995 fer stórmót í handknattleik fram á Íslandi. Alþjóðlega handknattleikssambandið ákvað fyrr í dag að Heimsmeistaramót karla í handknattleik árið 2031 fari fram á Íslandi en auk þess fer mótið einnig fram í Danmörku og Noregi. Ísland, Danmörk og Noregur eru…
A karla | Ísland í riðli 3 í undankeppni EM 2026 Rétt í þessu var dregið í riðla fyrir undankeppni EM 2026 hjá A landsliði karla en mótið verður haldið í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Strákarnir okkar voru í efsta styrkleikaflokki í drættinum í dag en liðunum er skipt upp í fjóra styrkleikaflokka sem dragast…
A karla | Dregið í undankeppni EM 2026 í dag Dregið verður í dag í Kaupmannahöfn í riðla fyrir undankeppni EM 2026 en lokakeppni mótsins fer fram í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Dregið verður í átta riðla með fjórum liðum í hverjum riðli og er Ísland í efsta styrkleikaflokki fyrir dráttinn. Styrkleikaflokkarnir eru eftirfarandi:1. flokkur:…
A karla | Sigur á vellinum en tæknin með stríða okkur Rétt í þessu lauk fyrri vináttuleik Grikklands og Íslands í Aþenu. HSÍ greip til þess ráðs að ráða útsendingarteymi þar ytra til að koma leikjunum til íslenskra áhorfenda í gegnum Handboltapassann. Því miður voru gæðin á útsendingunni ekki góð og styrkur streymis til Íslands…
A karla | Grikkland – Ísland kl. 14:00 Fyrri vináttuleikur Grikklands og Íslands í Aþenu fer fram í dag og hefst leikurinn kl. 14:00. Leikurinn verður í beinni útsendingu fyrir áskrifendur Handboltapassans. Allar upplýsingar og skráningu áskriftar að Handboltapassanum má finna á https://www.handboltapassinn.is/ Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari verður með alla 18 leikmenn Íslands á skýrslu…
A karla | Ísland – Grikkland í beinni á Handboltapassanum Þegar það lá ljóst fyrir í gærmorgun að Gríska handknattleikssambandið ætlaði ekki að streyma tveimur vináttu landsleikjum Grikklands og Íslands þá hófst sú vinna hjá HSÍ að finna lausnir á þeirri stöðu. Eftir mikla vinnu við að finna réttan aðila sem gæti séð um streymi…
A karla | Góðir dagar í Grikklandi Strákarnir okkar njóta lífsins í Aþenu í undirbúningi þeirra við tvo vináttulandsleiki gegn Grikkjum á morgun og á laugardaginn. Hópurinn hefur æft vel undir stjórn Snorra Steins og Arnórs Atlasonar og er liðið á æfingu þessa stundina. Liðinu fylgja tveir sjúkraþjálfarar þeir Jón Birgir Guðmundsson og Jón Gunnar…
A karla | Fyrsta æfing í Grikklandi Strákarnir okkar skiluðu sér seint í gærkvöldi til Aþenu en liðið leikur þar tvo vináttuleiki á föstudag og laugardag. Liðið æfði saman í morgun undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar og Arnórs Atlasonar sem þurftu að gera þrjár breytingar á leikmannahópnum í aðdraganda verkefnissins. 18 manna hópur Íslands er…
A karla | Breytingar á hóp Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari hefur gert eina breytingu á landsliðshópi Íslands sem ferðast í dag til Grikklands. Teitur Örn Einarsson, SG Flensburg-Handewitt hefur dregið sig úr hópnum vegna meiðsla. Í hans stað kemur Arnór Snær Óskarsson, VfL Gummersbach.
A karla | Breytingar á landsliðshóp Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari hefur gert eina breytingu á A landsliði karla sem heldur á morgun til Grikklands. Þorsteinn Leó Gunnarsson, Aftureldingu og Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg hafa dregið út úr leikmannahópnum og koma í þeirra stað þeir Benedikt Gunnar Óskarsson, Val og Andri Rúnarsson, Leipzig.
A karla | 18 leikmenn halda til Grikklands A landslið karla heldur til Grikklands í landsliðsvikunni 11. – 17. mars og leikur þar tvo vináttuleiki gegn heimamönnum. Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari hefur valið 18 leikmenn í verkefnið. Leikmannahópur Íslands. Markverðir:Björgvin Páll Gústavsson, Valur (267/22)Viktor Gísli Hallgrímsson, HBC Nantes (58/1) Aðrir leikmenn:Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen…
A karla | 35 ár í dag frá sigri B-keppninnar Í dag, 26. febrúar eru 35 ár síðan íslenska karlalandsliðið bar sigur úr býtum úr B heimsmeistarakeppninni í handbolta í Frakklandi. Lengi vel var það einn fræknasti árangur íslenska landsliðsins í handbolta í alþjóðlegri keppni þar til strákarnir okkar fengu silfurverðlaun á Ólympíuleikunum 2008. Karlalandsliðið…
A karla | Eistland eða Úkraína móttherja í umspili HM Síðast liðna helgi var dregið í umspil HM 2025 sem fram fer í Króatíu, Noregi og Danmörku 14. janúar – 2. febrúar. Strákarnir okkar munu annað hvort mæta Úkraínu eða Eistlandi í tveimur leikjum í umspili um sæti á HM. Eistland og Úkraína munu leika…
A karla | Tveggja marka sigur gegn Austurríki Strákarnir okkar unnu Austurríkismenn 26-24 nú í síðasta leik liðsins á EM. Fyrir leikinn var víst að til að liðið myndi tryggja sér í forkeppni Ólympíuleikanna varð liðið að vinna með fimm marka mun. Því er ljóst að strákarnir komast ekki á Ólympíuleikanna í sumar sem haldnir…
A karla | Ísland – Austurríki kl. 14:30 Strákarnir okkar leika í dag fjórða og síðasta leik sinn í milliriðli EM 2024 í Köln er þeir mæta Austurríki. Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari hefur valið þá 16 leikmenn sem leika fyrir Íslands hönd í dag og þeir eru: Markverðir:Björgvin Páll Gústavsson, Valur (266/22)Viktor Gísli Hallgrímsson, HBC…
A karla | Ýmir Örn Gíslason í banni á morgun EHF hefur sent HSÍ tilkynningu um að Ýmir Örn Gíslason hafi verið úrskurðaður í eins leiks bann. Ýmir braut af sér í byrjun leiks gegn Króatíu í gær og fékk beint rautt spjald. Ýmir Örn tekur leikbannið út á morgun gegn Austurríki.
A karla | Teitur Örn Einarsson kallaður til Kölnar Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari hefur kallað Teit Örn Einarsson leikmann SG Flensburg-Handewitt til Kölnar vegna vegna veikinda í landsliðshópnum. Teitur Örn kemur til Kölnar í dag, hann hefur leikið 35 landsleiki og skorað í þeim 36 mörk.
Glæsilegur sigur gegn Króatíu! Draumurinn um sæti í undankeppni Ólympíuleikanna í París lifir enn eftir 5 marka sigur gegn Króötum, 35-30! Til þess að svo verði þurfum við að treysta á að Frakkar vinni Austurríki í dag og í kjölfarið þurfum við að vinna Austurríki á miðvikudaginn. #handbolti#strakarnirokkar
A karla | Ísland – Króatía kl. 14:30 Strákarnir okkar leika í dag þriðja leik sinn í milliriðli EM 2024 í Köln er þeir mæta Króatíu. Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari hefur valið þá 16 leikmenn sem leika fyrir Íslands hönd í dag og þeir eru: Markverðir:Björgvin Páll Gústavsson, Valur (265/21)Viktor Gísli Hallgrímsson, HBC Nantes (56/1)…
A karla | Tap gegn Frökkum Strákarnir okkar mættu Frökkum nú í dag í milliriðlinum og þurftu að sætta sig við 7 marka tap, 39-32. Næsti leikur liðsins er gegn Króatíu á mánudaginn klukkan 14:30.
A karla | Svekkjandi tap gegn Þjóðverjum Strákarnir okkar þurftu að sætta sig við tveggja marka tap gegn Þjóðverjum í kvöld, 26-24. Leikið var í smekkfullri höll í Köln fyrir framan 19.750 áhorfendur! Næsti leikur liðsins er á laugardaginn klukkan 14:30 gegn Frökkum. #handbolti#strakarnirokkar
A karla | Ísland – Þýskaland kl. 19:30 Strákarnir okkar leika í kvöld fyrsta leik sinn í milliriðli EM 2024 í Köln er þeir mæta Þýskalandi. Leikurinn fer fram í Lanxess arena sem tekur 20.000 áhorfendur. Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari hefur valið þá 16 leikmenn sem leika fyrir Íslands hönd í kvöld og þeir eru:Markverðir:Björgvin…
A karla | 25-33 tap gegn Ungverjum Strákarnir okkar þurftu að sætta sig við tap í kvöld gegn Ungverjum í síðasta leik riðilsins. Þrátt fyrir það komst liðið áfram í milliriðil og leikur þar gegn Þjóðverjum, Frökkum, Króötum og Austurríkismönnum. Allir leikirnir verða spilaðir í Köln. Fyrsti leikurinn er gegn Þjóðverjum á fimmtudaginn.
A karla | Ísland – Ungverjaland kl. 19:30Strákarnir okkar leika í kvöld þriðja leik sinn á á EM 2024 þegar þeir mæta Ungverjum í C-riðli. Stuðningsmenn Íslands hér í Munchen hafa heldur betur litað borgina bláa síðustu daga, nú er síðasti leikurinn framundan og ætla stuðningsmenn Íslands ekkert að gefa eftir í kvöld. Snorri Steinn…
A karla | Ísland – Ungverjaland klukkan 19:30! Strákarnir okkar mæta Ungverjum í síðasta leiknum í riðlinum! Með sigri kemst liðið með 2 stig í milliriðil Leikurinn verður sýndur beint á RÚV! Áfram Ísland
A karla | SIGUR!! Strákarnir okkar unnu Svartfjallaland 31-30 í æsispennandi leik! Gísli Þorgeir skoraði sigurmarkið þegar minna en mínúta var eftir af leiknum og Björgvin Páll varði jafnframt síðasta skot leiksins! Næsti leikur liðsins er gegn Ungverjalandi á þriðjudaginn klukkan 19:30
A karla | Ísland – Svartfjallaland kl. 17:00Strákarnir okkar leika í dag annan leik sinn á á EM 2024 þegar þeir mæta liði Svartfjallalands í C-riðli. Gera má ráð fyrir um 5000 íslenskum stuðningsmönnum í Ólympíuhöllinni í Munchen í dag. Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari hefur valið þá 16 leikmenn sem leika fyrir Íslands hönd í…
Jafntefli gegn Serbum niðurstaðan Strákarnir okkar mættu Serbum í dag í fyrsta leik liðsins á EM í Munchen. Leikurinn endaði með 27-27 jafntefli en Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði jöfnunarmark Íslands þegar nokkrar sekúndur voru til leiksloka! Næsti leikur liðsins er gegn Svartfjallalandi á sunnudaginn klukkan 17:00.
A karla | Ísland – Serbía kl. 17:00Strákarnir okkar hefja leik í dag á EM 2024 þegar þeir mæta liði Serbíu í C-riðli. Yfir 3.000 stuðningsmenn Íslands munu styðja Ísland í dag í Ólympíuhöllinni í Munchen sem tekur 12.000 áhorfendur. Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari hefur valið þá 16 leikmenn sem leika fyrir Íslands hönd í…
A karla | Upphitun stuðningsmanna Íslands í Munchen Upphitun stuðningsmanna Íslands í Munchen ATH!! BREYTT staðsetning!! Gríðarlegur fjöldi stuðningsmanna Ísland verður saman kominn í Munchen á meðan á riðlakeppni EM 2024 fer fram. Mótshaldarar áætla að yfir 3500 íslenskir stuðningsmenn hafi keypt miða á leikina. Sérsveitin, stuðningssveit HSÍ er mætt til Munchen og ætla þau…
A karla | Fyrsta æfing liðsins í Munchen! Strákarnir okkar komu til Munchen fyrr í dag og tóku æfingu seinni partinn. Nú eru aðeins 2 dagar í fyrsta leik liðsins en hann er gegn Serbíu.
A karla | Sigur í síðasta leik fyrir EM Strákarnir okkur unnu seinni æfingaleikinn gegn Austurríkismönnum nú í kvöld 37-30 🥳 Á miðvikudaginn mun liðið svo ferðast til Munchen en fyrsti leikur liðsins er gegn Serbíu föstudaginn 12.janúar!
Bakhjarlar HSÍ | 1xINTERNET nýr bakhjarl íslenska landsliðsins í handbolta. 1xINTERNET hefur bæst í hóp bakhjarla Handknattleikssambands Íslands árið 2024. Frá og með EM í Þýskalandi mun 1xINTERNET hafa auglýsingu sína á treyjum karla og kvenna landsliða Íslands í handbolta. 1xINTERNET, sem sérhæfir sig í hugbúnaðarlausnum fyrir fyrirtæki, hefur sterka tengingu við bæði Ísland og…
A karla | Ísland – Austurríki kl. 17:10 í Linz Strákarnir okkar leika síðari vináttulandsleik sinn gegn Austurríki í dag í Linz. Leikurinn hefst kl. 17:10 og verður í beinni útsendingu á RÚV. Leikið verður í Sport NMS Linz Kleinmünchen og er uppselt á leikinn. Óðinn Þór Ríkharðsson leikur ekki í dag vegna veikinda, leikmanna…
A karla | Sigur í fyrri æfingaleiknum gegn Austurríki! Strákarnir okkar unnu öruggan 33-28 sigur gegn Austurríkismönnum í Vín nú í dag. Leikurinn var annar af tveimur leikjum liðanna en sá síðari fer fram á mánudaginn n.k. klukkan 17:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV.