A landslið karla | Fréttir af strákunum okkar

Sem fyrr er nóg að gera hjá strákunum okkar í sínum undirbúning fyrir lokakeppni EM. Í dag hófst dagurinn á morgunmat og myndbandsfundi með Guðmundi þjálfara liðsins. Í framhaldinu hélt liðið á æfingu í Víkina og var áherslan lögð á sóknarleik. Eftir hádegið hélt svo hópurinn í Smárabíó og sáu nýjustu Spiderman myndina. Dagurinn endaði svo á liðsfundi og léttri spurningakeppni.

Langur dagur að baki og sem fyrr andinn góður í hópnum og allir í fínu formi.