
Íslenska karlalandsliðið í handknattleik vann sannfærandi tólf marka sigur á Svartfellingum í Laugardalshöll, 34-22, í lokaleik fjórða undanriðils EM 2016. Staðan í hálfleik var 19-11, Íslandi í vil. Sigurinn tryggir Íslandi efsta sæti riðilsins og farseðilinn á EM í Póllandi í upphafi næsta árs.