Ísland og Svartfjallaland mætast í tvígang í Laugardalshöll sunnudaginn 14.júní næstkomandi. Kvennalið þjóðanna mætast í síðari umspilsleik sínum fyrir HM í Danmörku í desember og karlaliðin eigast við í síðustu umferð undanriðilsins fyrir EM í Póllandi á næsta ári. Miðasala á leikin er hafin.

Kvennaliðin mætast klukkan 14.30 og karlaliðin klukkan 17.00. Selt er á báða leikina í einu og stendur forsala aðgöngumiða til mánudagsins 8.júní. Í forsölu kostar miði fyrir fullorðna kr. 2.500.- og fyrir 7-15 ára kr. 1.200.-, en miðaverðið síðustu vikuna fyrir leikina er kr. 3.000.- fyrir fullorða og kr. 1.500.- fyrir 7-15 ára.

Miðasala er á
midi.is.