Steinunn Hansdóttir, leikmaður Skanderborg, hefur verið kölluð inn í landsliðshóp kvenna í handknattleik í stað Ástu Birnu Gunnarsdóttur, sem á við meiðsli að stríða.

Íslenska kvennalandsliðið er nú statt í Póllandi þar sem það leikur tvo vináttuleiki við heimastúlkur; þann fyrri föstudaginn 29.maí og þann síðari laugardaginn 30.maí. 

Framundan eru gríðarlega mikilvægir leikir við Svartfellinga í umspili fyrir HM í Danmörku í desember. Liðin mætast í Svartfjallalandi þann 7.júní og í Laugardalshöll 14.júní. Þann dag leikur karlaliðið einnig gegn Svartfellingum, í undanriðli EM 2016, og er miðasala á leikina hafin á
midi.is.