Handhafar A aðgönguskírteina HSÍ sem ætla á landsleiki Íslands og Svartfjallalands nk. sunnudag geta nálgast miða á leikina nk. fimmtudag milli kl.11 og 13 á skrifstofu HSÍ.

Klukkan 14.30

Ísland – Svartfjallaland | Umspil HM 2015 | Konur

Síðari leikur í umspili. Liðið sem stendur betur að vígi eftir þessa tvo leiki tryggir sér farseðilinn til Danmerkur.

Klukkan 17.00

Ísland – Svartfjallaland | Undankeppni EM 2016 | Karlar

Lokaleikur riðilsins. Ísland er í toppbaráttunni og á góða möguleika á að tryggja sér sæti í lokakeppninni í Póllandi.

Miðar verða eingöngu afhendir gegn framvísun skírteinis og skilríkja.

ATH. Miðar verða ekki afhentir á öðrum tíma.