Haukar eru Íslandsmeistarar karla í handknattleik 2015. Þeir unnu Aftureldingu í þriðja leik úrslitarimmunnar í N1-höllinni að Varmá í Mosfellsbæ í kvöld með 27 mörkum 24 og fóru því taplausir í gegnum úrslitakeppnina. Þetta er níundi Íslandsmeistaratitill Hauka síðan um aldamót.

Framganga nýkrýndra Íslandsmeistara Hauka í úrslitakeppninni var sérlega glæsileg. Þeir unnu FH-inga í tvígang og Val og Aftureldingu í þrígang og unnu því átta leiki en töpuðu engum.