Tveir íslenskir landsliðsmenn eru í hópi þeirra sem tilnefndir eru í úrvalslið Meistaradeildar Evrópu í handknattleik á yfirstandandi leiktíð, Guðjón Valur Sigurðsson leikmaður Barcelona og Alexander Petersson leikmaður Rhien-Neckar Löwen. Þá er Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel, tilnefndur sem besti þjálfarinn.

Handknattleiksáhugafólk getur lagt lóð sín á vogarskálarnar í netkosningu sem nú er hafin. Með því að fylgja tenglunum hér að neðan má bæði skoða allar tilnefningarnar og greiða atkvæði.

Tilnefningar:


http://www.ehfcl.com/article/21902/

Atkvæðagreiðsla:


http://www.icy.at/ehf/CL_AllStarTeam2015M