Handknattleiksdómararnir Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson hafa verið boðaðir af Alþjóðahandknattleikssambandinu, IHF, til þess að dæma á heimsmeistaramóti U-21 árs liða karla í handknattleik. Mótið fer fram í Brasilíu frá 20. júlí til 1. ágúst næstkomandi.

Þetta er í þriðja sinn sem þeir félagar dæma á svo stóru alþjóðlegu móti, en þeir dæmdu árið 2012 á Evrópumeistaramóti karla 18 ára og yngri og árið 2014 á heimsmeistaramóti kvenna 18 ára og yngri.