Grótta er Íslandsmeistari kvenna í handknattleik, en Seltirningar tryggðu sér titilinn með sigri á Stjörnunni, 24-23, í hádramatískum fjórða leik í úrslitum. Stjarnan hafði þriggja marka forystu í hálfleik, 13-10, og hafði forystu lengstum, en Grótta tryggði sér sigurinn, og titilinn, með frábærum endaspretti og sigurmarki Lovísu Thompson tveimur sekúndum fyrir leikslok.

Þetta er fyrsti Íslandsmeistaratitilinn í sögu Gróttu og handboltastúlkurnar hafa því ritað nöfn sín stórum stöfum í sögu Seltjarnarness. Óhætt er að segja að uppskera ársins sé glæsileg, því Grótta er bikar-, deildar og Íslandsmeistari.