Íslenska landsliðið í hand­knatt­leik kvenna tapaði með níu marka mun, 28:19, fyr­ir landsliðinu Svart­fell­inga í fyrri viður­eign liðanna um sæti á heims­meist­ara­mót­inu sem haldið verður í Dan­mörku í des­em­ber. Staðan í hálfleik var jöfn, 12:12, en leikið var í Pod­g­orica í Svart­fjalla­landi.

Svart­fell­ing­ar byrjuðu bet­ur og kom­umst í 3:1, en þá skoraði ís­lenska liðið fimm mörk í röð og náði þriggja marka for­skoti, 6:3, eft­ir 11 mín­útna leik og sex marka for­skoti eft­ir 16 mín­út­ur. 10:4. Varn­ar­leik­ur Íslands var góður og sókn­ar­leik­ur­inn gekk greiðlega. En þar með voru sögu­lok. Leik­menn Svart­fell­inga, sem leika m.a. með besta fé­lagsliði heims, Buducnost, tóku öll völd á leik­vell­in­um. Þeir skelltu í lás í vörn­inni og skoruðu hvert markið á fæt­ur öðru eft­ir hröð upp­hlaup. For­skot Íslands minnkaði stöðugt þannig að í hálfleik var jafnt, 12:12.

Svart­fell­ing­ar skoruðu fjög­ur fyrstu mörk síðari hálfleiks og gáfu tón­inn fyr­ir það sem koma skyldi. Ísland skoraði ekki sitt fyrsta mark í síðari hálfleik fyrr en eft­ir sex mín­út­ur. Upp úr miðjum síðari hálfleik náði ís­lenska liðið að bíta frá sér um skeið þegar það minnkaði mun­inn í þrjú mörk, 19:16, og fékk tvö tæki­færi til þess að minnka mun­inn í tvö mörk. Það tókst ekki og Svart­fell­ing­ar með Kat­ar­ina Bulatovic, Milena Knezevic og markvörðinn Alma Has­anic í aðal­hlut­verki stungu af á síðustu tíu mín­út­um leiks­ins. Níu marka skell­ur sem óþarf­lega mikið en því miður þá brást sókn­ar­leik­ur­inn ís­lenska liðinu illi­lega. Varn­ar­leik­ur­inn var lengst af í lagi og markvarsl­an var bæri­leg.

Liðin mæt­ast á ný í Laug­ar­dals­höll­inni á næsta sunnu­dag. Ljóst er að það verður við ramm­an reip að draga hjá ís­lenska liðinu.

Ramu­ne Pek­ar­skyte var marka­hæst í ís­lenska liðinu. Hún skoraði fimm mörk. Hrafn­hild­ur Hanna Þrast­ar­dótt­ir skoraði fjög­ur mörk. Báðar voru með slaka skot­nýt­ingu.

Tekið af mbl.is.