Gísli Hlynur Jóhannsson var endurkjörinn formaður Handknattleiksdómarasambands Íslands, HDSÍ, á ársþingi þess í dag. Með honum í stjórn sambandsins sitja næsta starfsárið þeir Anton Gylfi Pálsson, Arnar Sigurjónsson, Bjarni Viggósson og Ingvar Guðjónsson.

Kjartan Steinbach, sem um árabil hefur unnið ötullega að handknattleiksdómaramálum bæði hér heima og erlendis, var á ársþinginu sæmdur heiðusmerki HDSÍ á krossi, æðstu orðu sambandsins, fyrir vel unnin störf.

Gísli Hlynur Jóhannsson, formaður HDSÍ, og Kjartan Steinbach.