Lokahóf Handknattleikssambands Íslands verður haldið í Gullhömrum laugardaginn 16.maí næstkomandi. Húsið verður opnað klukkan 19.00, því verður lokað klukkan 20.00 og borðhald hefst fimmtán mínútum síðar. Yfir frábærri máltíð verður hefðbundin dagskrá; verðlaunaafhendingar og skemmtiatriði og að eiginlegri dagskrá lokinni hefst dansleikur þar sem hinn stuðkenndi Ingó Veðurguð heldur uppi almennri dansgleði ásamt hljómsveit sinni.

Nánari upplýsingar um lokahófið má sjá hér að neðan.