Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik gerði í dag jafntefli við Svartfellinga í Laugardalshöll, 19-19, í umspili fyrir HM í Danmörku í desember. Staðan í hálfleik var 11-10, gestunum í vil. Þetta var síðari leikir liðanna, en Svartfellingar unnu þann fyrri með níu marka mun og hafa því tryggt sér sæti á HM.

Mörk Íslands: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 5 (3 víti), Ramune Pekarskyte 4, Arna Sif Pálsdóttir 3 (1 víti), Steinunn Hansdóttir 2, Rut Arnfjörð Jónsdóttir 2, Hildigunnur Einarsdóttir 2, Þórey Rósa Stefánsdóttir 1.

Varin skot: Florentina Stanciu 28.

Mörk Svartfjallalands: Katarina Bulatovic 6 (3 víti), Radmila Petrovic 3, Suzana Lazovic 3, Djurdjina Jaukovic 3, Milena Knezevic 3, Majda Mehmedovic 1.

Varin skot: Marina Rajcic 16.