Íslensku ungmennalandsliðin í handknattleik, U-15 og U-17, mættu landsliðum Færeyja í heljarmikilli handboltaveislu í Laugardalshöll um nýliðna helgi. Þetta voru fyrstu opinberu landsleikir U-15 liðanna og atburðurinn því sögulegur. Liðin léku alls átta leiki og unnu íslensku liðin sex þeirra, en þau færeysku tvo.

Úrslit leikjanna um helgina:

Laugardagur 16.maí:

Ísland 31-19 Færeyjar     U-15 karla

Ísland 34-16 Færeyjar     U-17 karla

Ísland 25-23 Færeyjar     U-15 kvenna

Ísland 25-37 Færeyjar     U-17 kvenna

Sunnudagur 17.maí:

Ísland 23-26 Færeyjar     U-15 kvenna

Ísland 27-20 Færeyjar     U-17 kvenna

Ísland 33-18 Færeyjar     U-15 karla

Ísland 44-20 Færeyjar     U-17 karla