
Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari Íslands hefur fengið leyfi frá Handknattleikssambandi Íslands til að semja við danska úrvalsdeildarliðið KIF Kolding Kaupmannahöfn um að þjálfa liðið út þetta keppnistímabil. Aron mun áfram sinna starfi sínu sem landsliðsþjálfari Íslenska karlalandsliðsins.