Ísland tapaði í kvöld fyrir Dönum 32-23 í lokaleik liðsins í milliriðli á EM. Staðan í hálfleik var 17-13 Dönum í vil.

Danir voru töluvert sterkari í kvöld og leiddu leikinn allan tímann og unnu öruggan sigur.

Ísland leikur á föstudaginn gegn Póllandi í leik um 5.sæti og hefst hann kl.15.00.