Ísland og Ungverjaland gerði jafntefli í kvöld 27-27 í æsispennandi leik á EM í Danmörku. Með jafnteflinu tryggði Ísland sér sæti í milliriðri á EM.

Leikurinn var æsispennandi allan tímann og voru Ungverjar yfir 16-15 í hálfleik. Í síðari hálfleik skiptust liðin á forystu en Ungverjar jöfnuðu leikinn þegar um 10 sekúndur voru eftir. Skot Ásgeirs Arnar í lokin var varið af vörninni og jafntefli niðurstaðan.

Ísland mætir Spáni á fimmtudaginn í lokaleik liðsins í riðlakeppninni. Leikurinn hefst kl.17.00.