Í dag fór fram annar leikur Íslands í undankeppni EM sem fram fer í Eksjö í Svíþjóð. Íslensku strákarnir komu mjög grimmir til leiks á móti Moldavíu og byrjuð leikinn af krafti. Þeir komust í 9-3 eftir 12 mín leik og staðan í hálfleik var 21-6. Íslenska liðið byrjaði seinni hálfleikinn með látum og eftir 37 mín var staðan orðin 31-7. Leikurinn endaði með stórsigri Íslands 50-16. Vörnin var frábær í leiknum og skoruðu strákarnir 25 mörk úr hraðaupphlaupum. Virkilega gaman var að sjá til strákanna í dag, það skein af þeim einbeitingin og allir lögðu sig fram og skiluðu sínu.

Mörk Íslands skoruðu:

Ómar Magnússon 7

Henrik Bjarnason 6

Leonharð Harðarson 6

Þórarinn Traustason 6

Hjalti Már Hjaltason 5

Þorgeir Davíðsson 5

Sigtryggur Rúnarsson 4

Aron Dagur Pálsson 3

Birkir Benediktsson 2

Dagur Arnarsson 2

Egill Magnússon 2

Arnar Arnarsson 1

Hlynur Bjarnason 1

Grétar Ari Guðjónsson og Einar Baldvin Baldvinsson vörðu 7 skot hvor.

Frábær sigur hjá íslenska liðinu og síðan þarf að fylgja þessum sigri eftir á morgun á móti Grikklandi sem vann Moldavíu í gær 27-23. Með sigri á morgun tryggja strákarnir sér þátttökurétt í Úrslitakeppni EM sem fram fer í Póllandi í ágúst.