HSÍ hefur opnað nýja glæsilega heimasíðu í samvinnu við Advania. HSÍ og Advania hafa unnið að þróun síðunnar um nokkurn tíma og hefur Advania stutt dyggilega við bakið á HSÍ við þessa vinnu.

Frekari nýjungar verða síðan teknar upp í haust en HSÍ og Advania eru að vinna að nýju mótakerfi fyrir sambandið sem stefnt er að taka í notkun tímabilið 2014-2015.