Fræðslunefnd HSÍ mun halda námskeið í líkamsþjálfun fyrir þjálfara 2. og 3.flokks sunnudaginn 26.janúar, frá kl. 8:30-11:30 og 12-14. Tímasetningin ræðst af því að þátttakendur geti horft á leikinn um 3.sætið á EM sem fram fer kl. 14.

Fjallað verður um hvernig eigi að standa að líkamlegri þjálfun í þessum aldursflokkum. HSÍ er búið að móta stefnu í þessum málum og verður farið ítarlega í hana. Kennslan verður bæði bókleg og verkleg.

Einar Óli Þorvarðarson sjúkraþjálfari, Kristján Ómar Björnsson styrktarþjálfari og Ragnar Óskarsson styrktarþjálfari munu sjá um þetta námskeið.

Námskeiðsgjald er kr. 6.000 og þarf að ganga frá greiðslu áður en námskeiðið byrjar.

Allar nánari upplýsingar gefur Árni Stefánsson í síma 825 6000.

Þeir sem hafa áhuga á að fara á þetta námskeið skulu skrá sig með tölvupósti til arnistef@hsi.is