Karlalandsliðið hóf í dag leik á EM í Danmörku þegar liðið mætti Noregi í fyrsta leik.

Strákarnir okkar unnu frábæran sigur 31-26 eftir að hafa verið 16-10 yfir í hálfleik. Frábær sóknarleikur í fyrri hálfleik ásamt góðri vörn og markvöslu skópu sigurinn.

Næsti leikur liðsins verður á þriðjudaginn þegar liðið mætir Ungverjum.