Ísland sigraði rétt í þessu Makedóníu 29-27 í leik í milliriðli á EM. Staðan í hálfleik var 14-11 Íslandi í vil.

Ísland átti mjög erfitt með að slíta Makedóníu frá sér í leiknum en náði að lokum að landa sigri.

Ísland mætir Danmörku næst á miðvikudaginn kl.19.30.