HSÍ stendur fyrir söfnun fyrir handboltalandsliðið á meðan EM karla stendur. Ný leið verður farin í ár, í stað þess að styrkja liðið um eina fasta upphæð eins og tíðkast hefur undanfarin stórmót þá verður styrktarupphæðin árangurstengd.

Með því að senda sms með textanum HSI í númerið 1900 styrkir stuðningsfólk landsliðið um 1000 kr. fyrir hvern sigurleik sem liðið nær á mótinu. Áheitin gilda allt mótið þannig að nóg er að senda SMS einu sinni.

Hægt er að skrá sig úr áheitunum hvenær sem er, með því að senda skilaboðin HSI stopp í númerið 1900.