
Franska landsliðið í handknattleik lagði það íslenska, 27:21, í fyrri leik þjóðanna í öðrum riðli undankeppni Evrópumeistaramótsins í handknattleik í Laugardalshöll í kvöld. Frakkar voru með yfirhöndina allan leikinn og höfðu fjögurra marka forskot í hálfleik, 15:11.