
Í morgun var dregið í fyrstu umferðir í Evrópukeppnum félagsliða en fjögur íslensk lið voru í pottinum að þessu sinni. Í karlaflokki voru það ÍBV og Haukar sem taka þátt í Evrópukeppni félagsliða (EHF Cup) en í kvennaflokki voru það ÍBV og Fram og tekur ÍBV þátt í Evrópukeppni félagasliða (EHF Cup) en Fram tekur þátt í Áskorendakeppni Evrópu (Challenge Cup).