Haukar unnu ÍBV í æsispennandi leik í gær í Vestmannaeyjum og eru því Meistarar Meistaranna.

Staðan var 26-26 eftir venjulegan leiktíma og því fór leikurinn í framlengingu. Staðan eftir fyrri hálfleik framlengingarnar var 30-29 fyrir ÍBV og var jafnt á öllum tölum í síðari hluta framlengingar. Haukar tryggðu sér svo sigurinn í síðustu sókninni. Lokatölur 32-33.

Markahæstir hjá ÍBV: Theodór Sigurbjörnsson 9, Grétar Þór Eyþórsson 9.

Markahæstir hjá Haukum: Árni Steinn Steinþórsson 8, Heimir Óli Heimisson 5 og Þröstur Þráinsson 4.